Fyrirtækið

Varma er framleitt af fyrirtækinu Glófa ehf. sem er stærsti framleiðandi á vélprjónaðri prjónavöru á Íslandi. Aðal vörumerki fyrirtækisins er Varma, The warmth of Iceland, en auk þess framleiðir Glófi fjölda sérvörumerkja svo sem Farmers Market og Cintamani

Nánar...

Sérpantanir

Glófi tekur að sér að framleiða ýmis prjónaefni eða prjónavörur að óskum viðskiptavina hvort heldur eru flíkur eða smávörur. Við tökum að okkur að sauma flíkur úr efnum sem komið er með til okkar.

Nánar...

Eingöngu íslensk framleiðsla

Öll hönnun hjá okkur er íslensk, allt framleitt á Íslandi, hráefni að stærstum hluta band sem framleitt er hjá Ístex úr ull frá íslenskum bændum og allar okkar mokkavörur eru úr íslenskum skinnum frá Loðskinni á Sauðárkróki.

Varma leggur áherslu á að þróa og nýta íslenska ull í hágæða íslenska vöru og vera trú uppruna sínum, enda eru gæði íslensku ullarinnar og mokkaskinnsins einstök.

Töluvert er um innflutning á prjónavörum sem framleiddar eru erlendis úr erlendri og íslenskri ull. Hér er bæði um að ræða handprjónaðar og vélprjónaðar vörur. Notuð eru íslensk munstur og reynt með hönnun og umbúðum að höfða þannig til kaupenda að þeir álíti að um íslenska ull og framleiðslu sé að ræða. Þetta sýnir að íslenskar ullarvörur, bæði mynstur og áferð, hafa ákveðna sérstöðu og eru svo eftirsóttar að reynt er að líkja eftir þeim.

Öll framleiðsla Varma fer fram hér á landi.

Varma / Glófi ehf.

Varma hefur aðsetur á tveimur stöðum á landinu. Markaðs- og söludeild, fjármál og skrifstofa eru í Reykjavík. Framleiðsla er á Akureyri og í Reykjavík Sjá staðsetningu. Hægt er að kaupa Varma vörur víða um landið (sjá undir sölustaðir).

Hafa samband

varma@varma.is

  • Glófi ehf.
  • Ármúli 31
  • 108 Reykjavík
  • Ísland
Samfélagsmiðlar

2013 Glófi ehf. - Allur réttur áskilinn