Grein: Saga Rammagerðarinnar

Saga Rammagerðarinnar
1940
Stofnandi Rammagerðarinnar var Jóhannes Bjarnason (1909–1978) en hann hóf að ramma inn myndir upp úr 1940 við Lugaveg 53 og flutti ári síðar í kjallara Hótels Heklu þar sem bróðir hans, Guðlaugur Bjarnason (1908–2000), gekk til liðs við hann. Jóhannes var metnaðarfullur í þeim verkum sem hann tók sér fyrir hentur og vann ötullega að því að byggja upp fyrirtæki sitt Rammagerðina sem hann svo opnaði við Hafnarstræti 17, árið 1944. Þeir bræður sáu um innrömmun fyrir alla helstu íslensku myndlistarmenn líkt og Jóhannes Kjarval. Rammagerðin á sér merkilega sögu sem tengist lista og sem dæmi m á nefna að margir Íslendingar áttu eftirprentanir eftir íslenska listamenn sem voru innrammaðar í Rammagerðinni.



1950
Á sjöunda áratugnum þróaðist Rammagerðin áfram og fór að selja, auk rammanna, gjafavöru úr íslenskri ull og keramiki.
1960
Rammagerðin byrjar á þeirri frægu jólahefð að setja miklar jólaskreytingar í gluggann með jólasveinum, hefð sem haldið var áfram í hálfa öld. Margir muna eftir litlu jólasveinunum sem hreyfðust svo fallega í jólalegu búðargluggunum í Hafnarstrætinu í miðbæ Reykjavíkur.
1963
Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, gista á Hótel Sögu í september og voru uppi miklar varúðarráðstafanir. Haukur Gunnarsson í Rammagerðinni var fenginn til að koma með minjagripi á hótelið til þess að spara varaforsetanum og fylgdarliði hans það ómak að fara út að kaupa minjagripi. Jahnson var harður við að prútta en Haukur kunni ekki við að þrátta við varaforsetann og hafði því lítið upp úr krafsinu.
1970
Rammagerðin opnar verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem farþegar gátu nú keypt gjafir fyrir vini og vandamenn til að koma með heim frá Íslandi. Verslunin hét í fyrstu Iceland Market.
1980
Rammageðrin verður ein af þeim stöðum sem heimsóttir eru af kóngafólki og fyrirmönnum í opinberum heimsóknum, til þess að kynna íslensku ullina og aðrar handverksvörur.
1982
Grace Kelly og Rainer Prins af Mónakó heimsækja Rammagerðina, aðeins nokkrum mánuðum fyrir siplegan dauðdaga prinsessunnar í bílslysi.
2005
Sjóklæðagerðin 66° Norður kaupir Rammagerðina. Fram kemur í fréttum að rekstur Rammagerðinarinnar muni ekki breystast á næstunni en að verslanir félagsins verði styrktar þegar fram líða stundir
2006
Sjóklæðagerðin/Rammgerðin undirrita tíu ára leigusamning við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
2012
Rammagerðina opnar nýja verslun á Aukureyri í endurgerðu húsi, Hamborg, að Hafnarstræti 94.
2013
Rammagerðin tekur fyrst þátt í Hönnunarmars
2015
Flaggskipsverslun Rammagerðarinnar í Hafnarstræti lokar eftir 71 ár. Rammagerðin opnar í stað hennar tvær verslanir í miðborginni, Bankastræti og Skólavörðustíg.
2021
Rammagerðin opnar nýja verslun í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi.
2022
Rammagerðin kaupi Glófa ehf, stærsta framleiðandi á íslenskri ullarvöru á Íslandi
2024
Rammagerðin opnar nýja verslun í glæsilegu húsnæði á Laugavegi 31, þar sem áður var Kirkjuhúsið